top of page

Vefkökustefna Lagavita

Stefnu þessari er ætlað að upplýsa notendur vefsíðunnar www.lagavita.is (einnig vísað til sem „þín“) um notkun Lagavita (einnig vísað til sem „okkar“) á vefkökum til samræmis við lög nr. 70/2022 um fjarskipti.

Hvað eru vefkökur?

Vefkökur gera vefsíðum kleift að þekkja tölvur og snjalltæki notenda og því er vefkaka eins konar stafrænt merki sem man hvar þú hefur verið á vefnum. Vefkökur eru textaskrár sem netvafrinn þinn vistar á tölvunni þinni sé netvafrinn þinn stilltur til að samþykkja notkun á vefkökum. Vefkökurnar gera okkur kleift að muna ákveðnar stillingar hjá notanda til að bæta notendaupplifun og fá tölfræðiupplýsingar um notkun á vefsíðu okkar.

 

Gerður er greinarmunur á lotukökum (e. session cookies) og viðvarandi vefkökum (e. persistent cookies). Lotukökur gera vefsíðu kleift að tengjast aðgerðum notanda á meðan hann er á síðunni. Lotukökur eyðast almennt þegar notandi fer af síðunni og eru því ekki vistaðar til lengri tíma. Viðvarandi vefkökur vistast hins vegar á tölvu notanda og muna þannig val eða aðgerðir notenda á síðunni. Lagaviti notast bæði við lotukökur og viðvarandi vefkökur.

Kökur fyrsta aðila

 

Þessar kökur verða til á því vefsvæði sem þú heimsækir (e. First-Party Cookies). Sumar af þessum kökum eru nauðsynlegar fyrir fullna virkni vefsíðna og til þess að þú getir notað allt sem í boði er á síðunum. Þar sem slíkar kökur eru nauðsynlegar er ekki hægt að hafna þeim án þess að skerða virkni síðunnar.

 

Kökur þriðja aðila

 

Vefkökur sem verða til á öðrum síðum en síðunni sem þú ert að heimsækja (e. Third-Party Cookies). Kökur þriðja aðila gera aðilum kleift að þekkja tækið þitt aftur, bæði þegar þú heimsækir vefsvæðið sem og önnur vefsvæði.

 

Vefkökur á vefsvæði Lagavita

 

Við notum vefkökur til að auðvelda þér að nota vefsvæðið. Vefkökur sjá til þess að vefsvæðið geti munað eftir þér til að þú þurfir ekki að endurtaka valið í hvert sinn sem þú heimsækir vefsíðuna. Kökur eru einnig notaðar til að safna tölfræðilegum upplýsingum og öðrum upplýsingum um fjölda notenda á vefsvæðinu og þær vefsíður sem þeir fara á.

Við notum þjónustu WIX til að greina umferð á vefsíðu okkar og í þeim tilgangi að aðgreina þig frá öðrum notendum á vefsíðu Lagavita. Þjónustan felur í sér að upplýsingum er safnað, sbr. nánar hér að neðan og skýrsla útbúin í kjölfarið um þróun á vefsvæði okkar, án þess að greint sé þar frá stökum notendum eða persónuupplýsingum. WIX býr til bæði „viðvarandi“ kökur sem og „lotukökur“.

 

Þær vefkökur sem finna má á vefsíðu Lagavita eru eftirfarandi:

 

Nauðsynlegar kökur

 

Sumar kökur eru nauðsynlegar fyrir grunnvirkni vefsíðunnar. Vefsíðan mun ekki virki rétt án þessara vafrakaka og þær eru því sjálfkrafa virkar og ekki hægt að hafna þeim.

Stillingar

Kökur í þessum flokki gera vefsíðunni kleift að geyma stillingar sem stjórna því hvernig vefsíðan lítur út eða hegðar sér fyrir hvern notanda. 

 

 

 

Tölfræðikökur

Tölfræðikökur hjálpa okkur að bæta vefsíðuna með því að safna og greina upplýsingum um notkun hennar.

 

 

Lagaviti getur frá einum tíma til annars breytt stefnu þessari í samræmi við breytingar á viðeigandi lögum eða vegna breytinga á því hvernig við notum vefkökur.

Fyrir nánari upplýsingar um vinnslu Lagavita á persónuupplýsingum vísast til persónuverndarstefnu félagsins sem aðgengileg er hér.

image.png
bottom of page