top of page

Lausnin

Lagaviti er spunagreindardrifin hugbúnaðarlausn með djúpa þekkingu á lögfræði og lagalegri aðferðafræði (e. Deep Learning Legal AI Assistant) sem getur hjálpað lögfræðingum að leysa flókin viðfangsefni á skilvirkan og öruggan hátt.

Lagaviti veitir á örskotsstundu svör við lögfræðilegum spurningum og álitaefnum í samræmi við íslenskt lagaumhverfi og lagalega aðferðafræði með vísun til viðeigandi réttarheimilda.

Lagaviti stillir upp drögum að mismunandi skjölum, t.d. minnisblaði, álitsgerð, stefnu, greinargerð, úrskurði eða dómi, allt eftir því hvert álitaefnið og kröfur notanda eru. Notandanum gefst svo færi á að vinna með Lagavita að endanlegri lausn í samræmi við þarfir, þekkingu og sannfæringu notandans.

image.png

Hvaða vandamál leysir Lagaviti?

Lögfræðilegir starfshættir hér á landi (og víðar) eru um margt óskilvirkir.

  • Mikill tími og kostnaður fer í lögfræðilega grunn- og undirbúningsvinnu sem skilar litlu virði.

  • Mikill fjöldi mála sem bíður úrlausnar, t.d. fyrir stjórnvöldum og dómstólum.

image.png

Hætta er á ófullnægjandi lögfræðilegum úrlausnum.

  • Röng ráðgjöf og rangar úrlausnir ógna réttaröryggi einstaklinga og lögaðila og grafa auk þess undan réttarríkinu.

 

  • Réttarvitund almennings er takmörkuð og almenningur á erfitt með að veita lögfræðingum, lögmönnum, stjórnvöldum og dómstólum aðhald.

Hvernig leysir Lagaviti vandamálin?

Lagaviti hagnýtir stór málmyndandi líkön, djúp þekkingartauganet og ýmsar aðrar lausnir gervigreindar við úrlausn lögfræðilegra álitaefna og færir með því lögfræðilega vinnu sem skilar litlu virði af herðum notandans á sínar eigin herðar.  

Á örskotsstundu greinir Lagaviti lögfræðilega álitaefnið á réttan hátt, tekur saman allar viðeigandi réttarheimildir, beitir réttarheimildunum í samræmi við viðurkennda lagalega aðferðafræði og gefur lögfræðilega rökstutt svar við álitaefninu á því formi sem notandinn óskar.

Notandinn metur rökstuðninginn, spyr LagaVita frekari spurninga ef þörf er á, breytir svarinu í samræmi við eigin þarfir, þekkingu og sannfæringu – og skilar að lokum svari frá sér í formi lögfræðilegrar úrlausnar.

Lagaviti dregur þannig úr óskilvirkni og kostnaði sem og sparar tíma við að leysa úr lögfræðilegu álitaefni, einkum lögfræðilegu grunn- og undirbúningsvinnunni, og gerir notandanum kleift að einblína á kjarna málsins og þau atriði sem skipta mestu máli fyrir lögfræðilegu úrlausnina.

Lagaviti takmarkar einnig hættuna á röngum eða ófullnægjandi lögfræðilegum úrlausnum, þar sem meiri samkvæmni er í greiningu álitaefna og beitingu réttarheimilda, auk þess sem Lagaviti tekur tillit til allra þeirra þátta sem skipta máli þegar leyst er úr lögfræðilegu álitaefni.     

image.png
bottom of page