Fyrirtækið
Fyrirtækið um Lagavita var stofnað á árinu 2024 af bræðrunum Jóhannesi Eiríkssyni og Tómasi Eiríkssyni.
Bræðurnir eru báðir lögfræðingar að mennt og hefur þeim lengi verið hugleikið hvernig hægt sé að nýta tæknina betur í þágu lögfræðinnar.
Með aukinni útbreiðslu gervigreindartækni og hraðri þróun stórra málmyndandi líkana kviknaði smám saman hugmynd þeirra bræðra að Lagavita.
Á undanförnum misserum hafa Jóhannes og Tómas átt í samskiptum og samstarfi við fjölda sérfræðinga og annarra hagsmunaaðila á sviði gervigreindar á Íslandi með það að markmiði að smíða og þróa lausn sem hagnýtir nýjustu gervigreindartækni á hverjum tíma og getur hjálpað öllum lögfræðingum, hvort sem er hjá hinu opinbera eða á einkamarkaði, að leysa úr flóknum lögfræðilegum álitaefnum.
Hugmyndin að baki Lagavita er þó ekki einungis að auka skilvirkni í störfum lögfræðinga, spara tíma og draga úr kostnaði við vinnu þeirra, heldur er hún einnig að stuðla að réttari lögfræðilegum úrlausnum sem og tryggja betur réttarvitund og aukið réttaröryggi almennings.
Jóhannesi og Tómasi til halds og trausts er einnig pabbi þeirra, Eiríkur Tómasson, fyrrum hæstaréttardómari og lagaprófessor, en hann gegnir hlutverki yfirprófdómara við mat á gæðum úrlausna Lagavita.
Fyrirtækið leggur áherslu á fagleg vinnubrögð, traust, öryggi og umfram allt gæði aðstoðar og úrlausna Lagavita.
Jóhannes Eiríksson
Stofnandi
Framkvæmdastjóri / Þjálfari
Lögfræðingur frá Háskóla Íslands með lögmannsréttindi og meistaragráðu (Master of Corporate Law) frá University of Cambridge, Englandi.
Áður: Stofnandi og stjórnarformaður Fons Juris ehf., lögmaður hjá NOVO Legal, Mörkinni og LEX, yfirlögfræðingur samstæðu Creditinfo Group, yfirlögfræðingur InfoCapital ehf., framkvæmdastjóri Two Birds ehf. (Aurbjargar), stjórnarmaður í Lögfræðingafélagi Íslands.
Tómas Eiríksson
Stofnandi
Þjálfari
Lögfræðingur frá Háskóla Íslands með lögmannsréttindi og Global Executive MBA gráðu frá IE Business School í Madríd, Spáni.
Eiríkur Tómasson
Yfirprófdómari
Fyrrum hæstaréttardómari, lagaprófessor, hæstaréttarlögmaður o.fl.